Fara yfir á efnissvæði

SOS NEYÐ

Við ætlum að endurbyggja skóla í Sýrlandi
Vilt þú vera með ?

Styrkja

Um hvað snýst málið?

Málið snýst um það að endurbyggja grunnskóla í Aleppo í Sýrlandi svo um 500 börn geti hafið nám á nýjan leik.

Hvernig getur þú hjálpað?

Þú getur styrkt verkefnið með einu stöku framlagi eða með föstu mánaðarlegu framlagi þar til í október 2017.

Er óhætt að byggja skóla í Aleppo?

Síðustu mánuði þá hafa sýrlensk stjórnvöld náð yfirhönd yfir borginni og því er ástandið stöðugra um þessar mundir. Yfirvöld segjast vilja byggja samfélagið upp á ný og koma börnum aftur í skóla. Fjöldi barna hefur flutt aftur í hverfið eftir nokkur ár á flótta og því þurfa þau aðgang að menntun. Uppbygging skólans er liður í því að bæta hag barna.

Munu SOS Barnaþorpin reka skólann í framtíðinni?

Nei, samtökin munu ekki sjá um rekstur skólans heldur aðeins uppbygginu hans. Skólinn er ríkisrekinn og munu yfirvöld sjá um rekstur hans eins og kveðið er á um í sýrlenskum lögum. Menntunarstig í Sýrlandi fyrir stríð var nokkuð hátt og voru margir ríkisreknir skólar starfandi.

Hverjir fá inngöngu í skólann?

Um 500 börn munu sækja skólann og verða þau á aldrinum 5-18 ára. Stúlkur jafnt sem drengir fá inngöngu óháð bakgrunni foreldra eða pólitískum skoðunum. Áætlað er að skólinn opni í lok ágúst.

Er þörf á skólanum í dag?

Stríðið í Sýlandi hefur staðið yfir í meira en sex ár og mörg börn hafa enga menntun fengið á því tímabili. Það er því afar mikilvægt að börn fái tækifæri til að mennta sig. Kynslóð af ómenntuðum einstaklingum í framtíðinni getur hægt á uppbygginu og framförum þegar stríðið tekur enda. Í dag hefur helmingur barna í austurhluta Aleppo ekki fengið tækifæri til menntunar og um 230 skólar liggja undir skemmdum í þeim hluta borgarinnar.

Viltu aðstoða sýrlensk börn við að komast aftur í skóla?

Þú getur greitt eitt stakt framlag eða greitt fasta upphæð mánaðarlega þar til í október 2017 þegar allar greiðslur stöðvast.

eða...

Millifærðu upphæð að eigin vali inn á reikning SOS Barnaþorpanna:
(Skýring: Aleppo)

0130-26-9049
kt. 500289-2529

eða...

Hringdu í númerið
907 1002
og gefðu 2.000 krónur