Fara yfir á efnissvæði

FRJÁLST FRAMLAG

Hér getur þú greitt stakt framlag til SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Í þágu barna í neyð!

Styrkja

Um hvað snýst málið?

Þegar þú greiðir frjálst framlag til SOS Barnaþorpanna tekurðu þátt í að fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim. Þetta eru m.a. þróunarverkefni og mannúðar- og neyðaraðstoð - allt í þágu barna! Stuðningur okkar nær líka til verkefna sem stuðla að framförum og eflingu á svæðum í nágrenni SOS Barnaþorpa.

Hvernig getur þú hjálpað?

Þú getur styrkt aðgerðir okkar í þágu barnanna með stöku framlagi að eigin vali. SOS Barnaþorpin hafa starfað í 71 ár og á þeim tíma hefur áunnist mikil þekking og reynsla sem gerir samtökunum kleift að veita árangursríka aðstoð.

Hvað ætlar SOS að gera við fjármuni sem safnast?

Söfnunarféð er sent til SOS í því landi þar sem sú neyð stendur yfir sem SOS á Íslandi hefur ákveðið að styrkja. SOS Barnaþorpin nýta þá þekkingu og reynslu sem þau hafa í hverju landi þegar veita þarf neyðar- eða mannúðaraðstoð í samvinnu við yfirvöld og önnur hjálparsamtök.

Hvað svo?

SOS Barnaþorpin eru í grunninn ekki neyðarhjálparsamtök, en undanfarin ár hafa ítrekað orðið hamfarir af ýmsu tagi nálægt starfsstöðvum SOS, enda útbreiðsla samtakanna mjög mikil. Þó svo kastljós fjölmiðlanna slokkni eftir hamfarir höldum við áfram að hjálpa börnunum þar. Stuðningur þinn hjálpar börnunum því ekki aðeins í nokkra daga heldur til lengri tíma.

Hjálpaðu okkur að vernda börnin!

eða...

Millifærðu upphæð að eigin vali inn á reikning SOS Barnaþorpanna:
(Skýring: Beirut)

0334-26-52075
kt. 500289-2529

eða...

Hringdu í númerið
907 1002
og gefðu 2.000 krónurTakk fyrir að hjálpa börnum í neyð!